Bókasafn Háskólans á Akureyri, 2016.
Sýningin er afrakstur listrannsóknar sem var samofin meistaraprófsverkefni mínu í listkennslu en niðurstöður hennar setti ég fram sem rannsóknarskýrslu, sem námsefnið Ég sé með teikningu og sem sýninguna Ég sé mig sjáandi. Fyrirbærafræði var mikilvægur fræðilegur grunnur í rannsókninni þar sem rannsakandinn þarf að vera meðvitaður um líkamleika sinn og skynjun. Maurice Merleau-Ponty segir í ritgerðinni Augað og andinn frá 1989: „Frekar en að sjá málverkið þá horfi ég samkvæmt málverkinu, ég sé með málverkinu.“ Þaðan er titill námsefnisins kominn. Titill sýningarinnar er vísun í sömu ritgerð: „[Líkaminn] skoðar alla hluti en hann getur líka skoðað sjálfan sig ... hann sér hina hliðina á mætti eigin sjónskyns. Hann sér sig sjáandi.“
Lithimna
Ég get ekki átt í samskiptum við umhverfið án þeirrar reynslu sem ég afla mér í gegnum skynjun líkamans. Hvoru megin við lithimnu augans er ég þegar ég sé? Þegar ég horfi á umhverfið breytist það um leið og ég sé það. Þegar ég horfi á það verð ég einhvers vísari um sjálfa mig. Ég öðlast þekkingu á eigin tenglsum við umhverfið og hæfileika mínum til að skynja það.
Flyksur
Stundum sjáum við litlar gegnsæjar flyksur, form eða formleysur fyrir augum okkar, sérstaklega ef við horfum upp í himininn. Það er eins og flyksurnar séu á himninum en svo fljóta þær burt um leið og reynt er að horfa á þær. Þetta eru víst blóðkorn eða úrgangsvefir á leið sinni út úr augum okkar sem flækjast fyrir sjónlínunni milli keilna og augasteins. Ég leitaðist við að teikna þessar flyksur sem var ekki auðvelt því um leið og ég hreyfði augun til að horfa hreyfðust flyksurnar með. Mér fannst samt mjög sérstök upplifun að átta mig á að ég var að horfa inn í eigin augu, skoða sjónskynfæri mín með eigin sjónskynjun, átta mig á líkamleika mínum með eigin líkama.
Snjókoma
Björn Þorsteinsson sagði í útvarpsþætti: Ef við leyfum okkur getum við hrifist af umhverfi okkar og upplifað það á djúpan hátt, beint í gegnum skynjunina. Þar býr ákveðin merking og við þurfum ekki að hafa hugsað upp hugtök til að verða hennar vör. Segja mætti að ég hafi hrifist á þennan hátt í mikilli snjókomu uppi á fjöllum. Hreyfing snjókornanna hafið áhrif á mig á þann hátt sem erfitt er að koma orðum að. Ákveðin víxlverkun varð milli mín og umhverfisins, milli sjáandans og hins séða. Merlaeau-Ponty velti fyrir sér hvort umhverfið kæmi til okkar inn um skynfærin eða hvort við sækjum umhverfið í gegnum þau. “Við sjáum einungis það sem við beinum skynjun okkar að. Hvað væri sjónskynjunin án hreyfingar augnanna? Streyma hlutirnir inn í líkamann eða fer andinn úr augum hans og spássérar meðal hlutanna?“ Merleau-Ponty taldi að manneskjan nálgaðist það sem hún sæi með augnatillitinu og opnaði sig gagnvert umhverfinu. Samkvæmt því hefur vitund mín farið upp í snjókomuna með hreyfingu augnanna, náð í teikninguna sem snjókornin mynduðu og opnað henni leið inn í líkama minn. Ég hef sótt mér þessa sjónrænu upplifun með líkamanum sem Merleau-Ponty segir órjúfanlegan hluta af umhverfinu. Snjókoman talaði við mig, heimurinn talaði við sjálfan sig.
The exhibition I See Myself Seeing is the result of an art research that was a part of my M.A. studies in the field of art education. Maurice Merleau-Ponty was an important part of the theoretical foundation for it and the title of the exhibition is a reference to his words. He talked about how the body examines things but that it could also examine itself while doing it, see itself seeing.
Lithimna
Ég get ekki átt í samskiptum við umhverfið án þeirrar reynslu sem ég afla mér í gegnum skynjun líkamans. Hvoru megin við lithimnu augans er ég þegar ég sé? Þegar ég horfi á umhverfið breytist það um leið og ég sé það. Þegar ég horfi á það verð ég einhvers vísari um sjálfa mig. Ég öðlast þekkingu á eigin tenglsum við umhverfið og hæfileika mínum til að skynja það.
Flyksur
Stundum sjáum við litlar gegnsæjar flyksur, form eða formleysur fyrir augum okkar, sérstaklega ef við horfum upp í himininn. Það er eins og flyksurnar séu á himninum en svo fljóta þær burt um leið og reynt er að horfa á þær. Þetta eru víst blóðkorn eða úrgangsvefir á leið sinni út úr augum okkar sem flækjast fyrir sjónlínunni milli keilna og augasteins. Ég leitaðist við að teikna þessar flyksur sem var ekki auðvelt því um leið og ég hreyfði augun til að horfa hreyfðust flyksurnar með. Mér fannst samt mjög sérstök upplifun að átta mig á að ég var að horfa inn í eigin augu, skoða sjónskynfæri mín með eigin sjónskynjun, átta mig á líkamleika mínum með eigin líkama.
Snjókoma
Björn Þorsteinsson sagði í útvarpsþætti: Ef við leyfum okkur getum við hrifist af umhverfi okkar og upplifað það á djúpan hátt, beint í gegnum skynjunina. Þar býr ákveðin merking og við þurfum ekki að hafa hugsað upp hugtök til að verða hennar vör. Segja mætti að ég hafi hrifist á þennan hátt í mikilli snjókomu uppi á fjöllum. Hreyfing snjókornanna hafið áhrif á mig á þann hátt sem erfitt er að koma orðum að. Ákveðin víxlverkun varð milli mín og umhverfisins, milli sjáandans og hins séða. Merlaeau-Ponty velti fyrir sér hvort umhverfið kæmi til okkar inn um skynfærin eða hvort við sækjum umhverfið í gegnum þau. “Við sjáum einungis það sem við beinum skynjun okkar að. Hvað væri sjónskynjunin án hreyfingar augnanna? Streyma hlutirnir inn í líkamann eða fer andinn úr augum hans og spássérar meðal hlutanna?“ Merleau-Ponty taldi að manneskjan nálgaðist það sem hún sæi með augnatillitinu og opnaði sig gagnvert umhverfinu. Samkvæmt því hefur vitund mín farið upp í snjókomuna með hreyfingu augnanna, náð í teikninguna sem snjókornin mynduðu og opnað henni leið inn í líkama minn. Ég hef sótt mér þessa sjónrænu upplifun með líkamanum sem Merleau-Ponty segir órjúfanlegan hluta af umhverfinu. Snjókoman talaði við mig, heimurinn talaði við sjálfan sig.
The exhibition I See Myself Seeing is the result of an art research that was a part of my M.A. studies in the field of art education. Maurice Merleau-Ponty was an important part of the theoretical foundation for it and the title of the exhibition is a reference to his words. He talked about how the body examines things but that it could also examine itself while doing it, see itself seeing.
