Björg Eiríksdóttir
 
Í verkum mínum hef ég notað miðla eins og málverk, vídeó, teikningu og textíl. Viðfangsefnin eru oftast tengd líkama manneskjunnar, skynjun og náttúru og í verkunum má finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð.


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
Björg Eiríksdóttir

Vinnur með málverk, teikningu, textíl eða vídeó. Viðfangsefnið er oftast tengt líkama manneskjunnar og innra lífi, og samskiptum hennar við umhverfið í gegnum skynjun. Vinnan í miðilinn er í fyrirrúmi og í verkunum má oft finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð. 


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
 
Bókasafn Háskólans á Akureyri, 2016.
Sýningin er afrakstur listrannsóknar sem var samofin meistaraprófsverkefni mínu í listkennslu. Í fyrirbærafræðilegri rannsókn þarf rannsakandinn að vera meðvitaður um líkamleika sinn og skynjun. 

Ég lauk meistaraprófsrannsókn minni á sviði myndlistarkennslu við HA árið 2017 en niðurstöður hennar setti ég fram sem rannsóknarskýrslu, sem námsefnið Ég sé með teikningu og sem sýninguna Ég sé mig sjáandi. Sýningin er afrakstur listrannsóknar sem var samofin meistaraprófsrannsókninni. Maurice Merleau-Ponty var mikilvægur fræðilegur grunnur í rannsókninni en hann segir í ritgerðinni Augað og andinn frá 1989: „Frekar en að sjá málverkið þá horfi ég samkvæmt málverkinu, ég sé með málverkinu.“ Þaðan er titill námsefnisins kominn. Titill sýningarinnar er vísun í sömu ritgerð: „[Líkaminn] skoðar alla hluti en hann getur líka skoðað sjálfan sig ... hann sér hina hliðina á mætti eigin sjónskyns. Hann sér sig sjáandi.“

The exhibition I See Myself Seeing is the result of an art research that was a part of my M.A. studies in the field of art education. Maurice Merleau-Ponty was an important part of the theoretical foundation for it and the title of the exhibition is a reference to his words. He talked about how the body examines things but that it could also examine itself while doing it, see itself seeing.