Björg Eiríksdóttir
 
Í verkum mínum hef ég notað miðla eins og málverk, vídeó, teikningu og textíl. Viðfangsefnin eru oftast tengd líkama manneskjunnar, skynjun og náttúru og í verkunum má finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð.


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
Björg Eiríksdóttir

Vinnur með málverk, teikningu, textíl eða vídeó. Viðfangsefnið er oftast tengt líkama manneskjunnar og innra lífi, og samskiptum hennar við umhverfið í gegnum skynjun. Vinnan í miðilinn er í fyrirrúmi og í verkunum má oft finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð. 


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
 
Fjölröddun

Skynjunin er ákveðið undur sem opnar umhverfinu leið inn í líkamann eða vitundinni leið til að sækja það. Þannig höfum við möguleika á að hrífast í náttúru og finna fyrir tengingu við hana. Fyrir mér er þessi upplifun eins og marglaga skynjun eða nokkurs konar fjölröddun, þar sem hvert lag vefst um annað innra með mér.

   
    Náttúran nærir okkur, og kennir okkur að skynja, bara til að skynja. Við skynjun hana ekki bara sjónrænt, heldur innan frá og út. Við horfum ekki bara á náttúruna, við erum í henni, finnum lykt, heyrum hljóð, snertum, hreyfumst, erum hreyfð, erum snert. Hver einasta skynjun byggist upp, lag eftir lag í líkamanum, og verður að heild innra með okkur. Ytra landslag verður að innra landslagi líkamans. Hringrás náttúrunnar speglast í hringrás líkamans. Andardráttur, hjartsláttur, flæði vatnsins í líkamanum speglast í takti og flæði náttúrunnar. Þegar við skynjum fegurð náttúrunnar á þennan hátt fyllumst við þörf til að deila upplifun okkar, gefa áfram gjöfina sem við höfum þegið. Við finnum hvernig við erum náttúra, erum hluti af þessari heild sem við skynjum. Á þennan hátt renna hið fagurferðilega og hið siðferðilega saman. Í gegnum fagurferðilega upplifun vex innra með okkur siðferðileg afstaða til náttúrunnar, við skynjum hana sem sjálfstæðan veruleika sem hefur gildi í sjálfum sér.

    Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


Polyphony

Our senses open a way into our body for our surroundings or a way for the consciousness to fetch it. Because of that we can get thrilled by the nature and feel a connection to it. To me that kind of experience is like the sensations come to me in layers where every new layer intertwines with the ones that previously existed inside me

    Nature gives us nourishment, and teaches us to perceive, just to perceive. We don‘t perceive it only visually, but rather from the inside out. We don‘t just look at nature, we are in it, smell it, hear it, touch it, move in it, we are moved, are touched by it. Each perception builds up layer after layer in our body, and becomes one whole within us. The outer landscape becomes the inner landscape of the body. Nature‘s cycles are mirrored in the body‘s cycles. Breath, heartbeat, the flowing water in the body are mirrored in the rhythms and flows of nature. When we perceive nature‘s beauty in this manner we are filled with a need to share our experience, give forsward the gift we have received. We sense how we are nature, how we are a part of this whole we perceive. In this way, the aesthetic and the ethical intertwine. Through aesthetic experiences we grow an ethical attitude towards nature, we sense it as an independent reality that has value in and of itself.

    Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


Listasafnið á Akureyri, 2019-2020