Björg Eiríksdóttir
 
Í verkum mínum hef ég notað miðla eins og málverk, vídeó, teikningu og textíl. Viðfangsefnin eru oftast tengd líkama manneskjunnar, skynjun og náttúru og í verkunum má finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð.


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
Björg Eiríksdóttir

Vinnur með málverk, teikningu, textíl eða vídeó. Viðfangsefnið er oftast tengt líkama manneskjunnar og innra lífi, og samskiptum hennar við umhverfið í gegnum skynjun. Vinnan í miðilinn er í fyrirrúmi og í verkunum má oft finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð. 


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
 
Landsleg

Titill sýningarinnar „Landsleg“ er forn mynd hugtaksins landslag og vísar til þess þegar við skynjum umhverfi okkar bara til að skynja og finnum fyrir tengingu við það líkt og þegar við vorum fóstur í móðurkviði, í fullkomnu samræmi við umhverfið. Getur verið að vitund okkar um okkur sjálf og tengsl okkar við umhverfið hafi myndast þar, þar sem við vorum ekki aðgreind frá því, þar sem lög skynjana, heyrn, sjón, snerting, hreyfing vöfðust hver um aðra innra með okkur og mynduðu mynstur, safn minninga? Hætti slíkt skynsvið að vera til þegar við fæddumst eða fylgir það okkur? Er það að vera í veröldinni sem skynjandi og hugsandi vera kannski eins og að vera fóstur fljótandi um í legvatni, þannig að áhrif þess hvernig við hreyfum okkur um umhverfið bylgist út í það og bylgjur sem aðrir koma af stað hreyfi við okkur? Gleymum við kannski að veita slíku skynsviði athygli, að hlusta á þessa óljósu vitund um órjúfanleg tengsl okkar við umhverfið? Þegar við hrífumst á djúpan hátt af landslagi og finnum fyrir tengingu við það, höfum við þá opnað fyrir þessa líkamlegu skynjun líkt og þegar við vorum fóstur í legi móður okkar? Víkur þá sjálfið sem hugsar og skilur allt út frá eigin hagsmunum til hliðar um stund þannig að við upplifum viðfang fegurðarinnar eins og það er í sjálfu sér? Getum við víkkað skilning okkar á okkur sjálfum, þessum líkamlegu verum sem við erum og skynjað okkur sem hluta af umhverfi okkar, af vistkerfi sem við erum háð og getum ekki lifað án? Getur slík reynsla kennt okkur að bera umhyggju fyrir náttúrunni, landslaginu, „landsleginu“ sem við erum ávallt syndandi í?

Hugleiðingar byggja m.a. á:
Guðbjörg Jóhannesdóttir. (2018, 9. 11). Úr legi móður í leg landslags. [Pistill]. RÚV, Vı́ðsjá.
Þorvaldur S. Helgason. (2021, 1. maí). [Viðtal við Sigríði Þorgeirsdóttur]. RÚV, Orðin sem við skiljum ekki: Náttúran hefur alltaf rétt fyrir sér.
Guðbjörg Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. (2011). Endurheimt fegurðarinnar á tímum náttúrunnar. Hugur. 1(23). Sótt 6. júlí af https://timarit.is/page/5696615#page/n90/mode/2up

Mjólkurbúðin, 2021
















Withinecosystem

When we perceive a landscape in an aesthetic way, as the bodily beings we are, it is perhaps similar to how we perceive our surroundings as a fetus in the womb? In perfect harmony with our surroundings we start gathering perceptions to our perception archive. We add layer after layer to the archive and those perceptions stay with us. The word landscape in Icelandic is „lands-leg“ and „leg“ means womb. By opening up to this way of perceiving is one way to understand better how we are a part of our ecosystem and that we are dependent on it.