Björg Eiríksdóttir
 
Í verkum mínum hef ég notað miðla eins og málverk, vídeó, teikningu og textíl. Viðfangsefnin eru oftast tengd líkama manneskjunnar, skynjun og náttúru og í verkunum má finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð.


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
Björg Eiríksdóttir

Vinnur með málverk, teikningu, textíl eða vídeó. Viðfangsefnið er oftast tengt líkama manneskjunnar og innra lífi, og samskiptum hennar við umhverfið í gegnum skynjun. Vinnan í miðilinn er í fyrirrúmi og í verkunum má oft finna langan tíma, lagskiptingu, munstur og nálægð. 


CV
Arkív
Instagram

Hafa samband
 
Amtsbókasafnið á Akureyri, 2012

Samsýning yfir Listagili og víðar á Akureyri.

Á verkinu eru tákn fyrir þær götur sem við vinkonurnar gengum í skólann á hverjum degi og spjölluðum saman, oft um hvað okkur dreymdi.



Fyrir nokkru kom út bókin 10 árum yngri á 10 vikum og varð metsölubók. Er ekki eftirsóknarvert að verða eldri? Mín bók ber titilinn 10 árum eldri á 10 vikum: Metsölubók. Hún var sýnd í hillu fyrir vinsælar bækur á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Textinn sem er saumaður í bókina er fenginn hjá þroskuðu eldra fólki.